Viltu verða landvörður?

Umhverfisstofnun auglýsir landvarðanámskeið 2024. Þátttaka í námskeiðinu veitir réttindi til að starfa sem landvörður. Menntaðir landverðir ganga alla jafna fyrir við ráðningar í störf. Skráning hefst 2. janúar kl. 10.

Sjá nánar hér á ust.is

 Megin umfjöllunarefnin eru:

  • Landverðir, helstu störf
  • Náttúruvernd og stjórnsýsla náttúruverndarmála
  • Verðmæti friðlýstra svæða, náttúra, menning og saga
  • Gestir friðlýstra svæða
  • Mannleg samskipti
  • Náttúrutúlkun, fræðsla á friðlýstum svæðum, bóklegt og verklegar æfingar
  • Vinnustaðir landvarða
  • Öryggisfræðsla