Vogar 1 í Mývatnssveit – breyting aðalskipulags og deiliskipulags

Á fundi skipulagsnefndar Þingeyjarsveitar þann 19. júní sl. var samþykkt að kynna vinnslutillögu, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga, að breytingu á gildandi Aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 sem felur í sér að hluti frístundabyggðar í landi Voga 1 verði íbúðarsvæði. Sjá mál nr. 122/2023 í skipulagsgátt.

Samhliða var samþykkt að vinna vinnslutillögu að deiliskipulagsbreytingu Voga 1, í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga. Í henni felst að breyta 6 frístundalóðum í íbúðarlóðir auk þess að auka byggingarheimild á hverri lóð úr 120 m² í 250 m². Einnig verður heimilt að reisa hús á tveimur hæðum í stað einnar áður. Samhliða er gerð leiðrétting á lóðarmörkum Voga 1 og Bjarkar skv. innmælingu í samræmi við Landskiptagjörð dags. 15.07.2005. Landsvæði Bjarkar er tekið út fyrir skipulagssvæði og er nú ekki hluti skipulags. Frístundareitur F9 í landi Bjarkar fellur út. Fyrirhugaður vegur sem áður var ráðgerður bæði í landi Voga og Bjarkar er nú eingöngu um land Voga 1. Hann færist norðar og er breikkaður úr 3 m í 4 m. Byggingarreitur Þ7 fyrir starfsmannahús er stækkaður þar sem nú eru fyrirhuguð þrjú hús í stað eins. Hámarks byggingarmagn er það sama og áður. Sjá mál nr. 830/2024 í skipulagsgátt.

Frestur til að gera athugasemdir við vinnslutillögurnar er til og með 5. ágúst 2024 og skal þeim skilað í gegnum skipulagsgátt.

 

Skipulagsfulltrúi