Vogar 1 í Mývatnssveit – breyting aðalskipulags og deiliskipulags

Samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga að breytingu aðalskipulags:

Hluta frístundabyggðar í landi Voga I breytt í íbúðarsvæði. Breyting á Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011 - 2023.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. september 2024 að auglýsa tillögu að breytingu Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011 - 2023.
Tillagan gerir ráð fyrir að hluti frístundabyggðar 332-F í landi Voga 1 verði íbúðarsvæði. Einnig mun þegar byggt íbúðarhús á landbúnaðarlandi falla undir íbúðarsvæðið og verður heimilað að reisa allt að 7 íbúðarhús á tveimur hæðum.


Samhliða er auglýst tillaga að deiliskipulagsbreytingu Voga I.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 122/2023.

 

Samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst eftirfarandi tillaga deiliskipulagsbreytingar:

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. september 2024 að auglýsa tillögu að breytingu deiliskipulags fyrir Voga I, ferðaþjónustusvæði og frístundabyggð.

Tillagan gerir ráð fyrir að 6 frístundalóðum verður breytt í íbúðalóðir auk þess að auka byggingarheimild á hverri lóð úr 120 m2 í 250 m2. Einnig verður heimilt að reisa hús á tveimur hæðum. Landsvæði Bjarkar er tekið út fyrir skipulagssvæðið og er nú ekki hluti skipulags. Fyrirhuguð lega aðkomuvegar að svæðinu færist til norðurs og mun liggja norðan við svæði Bjarkar um land Voga I.

Samhliða er auglýst tillaga að breytingu Aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011 – 2023.
Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 830/2024.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 18. nóvember 2024. Athugasemdum skal skilað í gegnum skipulagsgáttina, www.skipulagsgatt.is.

 

Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar