Vogar 1 – niðurstaða sveitarstjórnar

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 30. janúar 2025 breytingu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps 2011-2023 í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Helstu markmið breytingarinnar eru að breyta hluta frístundasvæðis í Vogum 1 í Mývatnssveit í íbúðarsvæði. 

Tillaga að breytingu var auglýst, samhliða deiliskipulagi, frá 7. október með athugasemdarfresti til 18. nóvember 2024. Umsagnir og athugasemdir bárust frá RARIK, Minjastofnun Íslands, Jóhanni F. Kristjánssyni, Landvernd, Vegagerðinni, Fjöreggi og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Skipulagsgögn og viðbrögð við umsögnum má nálgast í gegnum skipulagsgátt, mál nr. 122/2023.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til sveitarfélagsins með því að senda póst á skipulag@thingeyjarsveit.is.