Þann 1. desember verður aldarafmæli fullveldis á Íslandi. Framhaldsskólinn á Laugum varð einnig 30 ára núna í haust. Í tilefni af þessum afmælum bjóða sveitarfélögin Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit ásamt Framhaldsskólanum á Laugum til hátíðar- og skemmtidagskrár 1. desember n.k. kl. 14:00 í íþróttahúsinu á Laugum. Kynning á samkomunni verður Una María Óskarsdóttir varaþingmaður en hún ólst upp á Laugum.
Hátíðar- og skemmtidagskrá
Eftir dagskrána býður Laugaskóli viðstöddum í afmæliskaffi í Gamla skóla og frá 16:00 verður ókeypis í sundlaugina á Laugum í boði Þingeyjarsveitar.
Fjölskyldudagskrá í Dimmuborgum og Jarðböðunum
Sunnudaginn 2. desember verður sérstök barnadagskrá í Mývatnssveit í tilefni fullveldisafmælisins í boði Skútustaðahrepps, Mývatnsstofu og Jarðbaðanna.
Dagskráin hefst kl. 11:00 í Dimmuborgum þar sem jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla um heima og geima, syngja og dansa. Svo er aldrei að vita nema að börnin fái einhvern glaðning.
Frá kl. 14:00 til 15:00 ætlar svo DJ Hennri að koma okkur í jólaskapið þennan fyrsta sunnudag í aðventu og halda fjölskylduteiti í Jarðböðunum við Mývatn. Ókeypis verður Jarðböðin fyrir 12 ára og yngri, unglingar 13-15 ára greiða 1.000 kr. og fullorðnir 3.000 kr
Eigum góða stund saman á milli kl 11:00 og 15:00 sunnudaginn 2. desember í Mývatnssveit, töfralandi jólanna.
Undirbúningsnefndin