Kæru íbúar, sveitarfélagið mun bjóða uppá að sækja vörur í matvöruverslanir fyrir einstaklinga sem tilheyra viðkvæmum hópum og geta ekki nálgast þær sjálfir sökum faraldursins.
Íbúar sem óska eftir aðstoð við matarinnkaup og/eða aðra aðstoð vegna faraldursins er bent á að hafa samband við skrifstofu sveitarfélagsins í síma 464 3322 eða senda okkur tölvupóst á thingeyjarsveit@thingeyjarsveit.is
Einnig má hafa beint samband við eftirfarandi:
Dagbjört í síma 898 0025
Bjarni í síma 866 0025
Gísli í síma 862 3248
Þá værum við afskaplega þakklát ef einhverjir væru tilbúnir að leggja okkur lið við að aðstoða aðra, líta eftir nágrönnum og annað hvort bjóðast til þess að aðstoða við innkaup eða hafa samband við okkur á skrifstofunni (í síma og netfang sem gefið er upp hér að framan) og láta okkur vita ef einhver er hjálparþurfi. Stöndum saman því saman getum við svo margt og saman komumst við í gegnum þetta.
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri