Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt.
Lagt er upp með að dagskrá afmælisársins verði mótuð af landsmönnum. Í september var kallað eftir hugmyndum að verkefnum á dagskrá afmælisársins og verða valin verkefni styrkt af afmælisnefnd.
Nú líður að lokum umsóknarfrests og vill framkvæmdastjóri undirbúnings hátíðarhalda hvetja stofnanir, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga til að senda inn tillögur að verkefnum. Umsóknarfresturinn rennur út 22. október kl. 16.
Frekari upplýsingar s.s. áherslur og viðmið um mat á verkefnum er að finna á umsóknarvef afmælisársins https://www.fullveldi1918.is/is/ertu-med-verkefni
Á heimasíðu afmælisins má finna frétt um kall eftir verkefnum https://www.fullveldi1918.is/is/frettir/opnad-fyrir-umsoknir