Árlegt borgar- bæjar- og sveitarstjóramót haldið í Þingeyjarsýslu

Árlegt borgar- bæjar- og sveitarstjóramót var haldið í Þingeyjarsýslu dagana 18. og 19. maí s.l. Að þessi sinni féll það í hlut Þingeyjarsveitar, Norðurþings og Skútustaðahrepps að vera gestgjafar.

Farið var víða um sveitarfélögin þar sem gestir fengu kynningu á söfnum, verkefnum og þeirri uppbyggingu sem nú er í gangi í sveitarfélugunum ásamt ýmiskonar sagnfræði inná milli. Meðal annars var farið á Bakka, Þeistareyki og komið við í Miðkvísl í Mývatnssveit þar sem Arngrímur Geirsson í Álftagerði sagði frá því þegar Mývetningar sprengdu stífluna við Miðkvísl árið 1970. Dagskráin endaði síðan með kvöldverði á Fosshótel Húsavík.

 

Við Miðkvísl í Mývantssveit var tekin mynd af hópnum.