Auglýsing frá yfirkjörstjórn Þingeyjarsveitar vegna forsetakosninga sem fram fara þann 1. júní 2024

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Þingeyjarsveitar vegna forsetakosninga sem fram fara þann 1. júní 2024

 

Kjörstaður í Þingeyjarsveit við forsetakosningarnar þann 1. júní nk. er í Félagsheimilinu Breiðumýri og verður opinn frá kl. 10:00 til kl. 22.00.

Áréttað er að einn kjörstaður er í Þingeyjarsveit við þessar kosningar.

 

Á kjördag, meðan atkvæðagreiðsla stendur yfir, mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur sitt á kjörstað í Félagsheimilinu Breiðumýri. Sími yfirkjörstjórnar á kjördag er 898 9846 og tölvupóstfangið kjorstjorn@thingeyjarsveit.is

 

Vakin er athygli á að allar upplýsingar um forsetakosningar 2024 er hægt að finna á veffanginu kosning.is og að kjörskrá í Þingeyjarsveit vegna forsetakjörs liggur frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar í Kjarna til kjördags.

 

Yfirkjörstjórn Þingeyjarsveitar

Ragnar Bjarnason

Bjarni Höskuldsson

Jóhanna Njálsdóttir