Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 30. janúar 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3 eins og 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mælir fyrir um.
Tilefni breytingarinnar eru áform Landsnets að byggja 220 kV raflínu, Hólasandslínu 3, milli Akureyrar og Hólasands.
Ráðgert er að Hólasandslína 3 verði lögð innan sveitarinnar sem loftlína, að mestu samhliða núverandi Kröflulínu 1, sem er í megindráttum í samræmi við gildandi aðalskipulag Þingeyjarsveitar. Lega línunnar víkur hins vegar frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum, í Bíldsárskarði, Fnjóskadal og Laxárdal. Í tengslum við fyrirhugaða framkvæmd eru jafnframt tilgreind átján ný efnistökusvæði.
Tillagan að breytingu mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með fimmtudeginum 19. mars 2020 með athugasemdarfresti til og með föstudeginum 1. maí 2020. Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 1. maí 2020. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is . Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim samþykkir.