Auglýsing um fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna Hólasandslínu 3, Skipulags- og matslýsing

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 27. júní 2019 skipulags- og matslýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 í samræmi við aðalvalkost Landsnets í umhverfismati fyrir Hólasandslínu 3.

Ráðgert er að Hólasandslína 3 verði lögð innan sveitarinnar sem loftlína - að mestu samhliða núverandi Kröflulínu 1, sem er í megindráttum í samræmi við gildandi aðalskipulag Þingeyjarsveitar. Í aðalvalkosti Landsnets, sem lagður er fram í matsskýrslu víkur lega línunnar frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum, í Bíldsárskarði, Fnjóskadal og Laxárdal. Einnig eru skilgreind tuttugu ný efnistökusvæði.

Skipulagslýsingin er í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og skipulagsreglugerð nr.

90/2013. Í lýsingunni eru settar fram megin áherslur vinnunnar, forsendur hennar, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir og skipulagsferlið.

Skipulags- og matslýsing vegna breytinga á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mun liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar frá og með þriðjudeginum 23. júlí til og með föstudeginum 16. ágúst 2019.  Lýsingin verður einnig aðgengileg á sama tíma á heimasíðu Þingeyjarsveitar:

https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar

Þeim sem vilja gera athugasemdir við lýsinguna eða koma með ábendingar er gefinn frestur til og með 16. ágúst 2019 til að koma þeim skriflega á framfæri til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: gudjon@skutustadahreppur.is    

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.

Guðjón Vésteinsson

skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar