Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar boðar hér með til almenns kynningarfundar í Ljósvetningabúð n.k. fimmtudag 2. mars kl 16:30.
Fyrirtækið Grettisborg ehf. hefur látið vinna tillögu að deiliskipulag af nýju ferðaþjónustusvæði á jörðinni Rangá í Kaldakinn en fyrirtækið hefur í hyggju að hefja rekstur ferðaþjónustu á jörðinni.
Fyrirhugað er að reisa um 10 gistihýsi sem hvert um sig verður um 30 að stærð. Mögulegt er að fjölga þessum húsum síðar ef rekstur gengur vel. Þá er mögulegt að núverandi hlaða og fjárhús verði nýtt vegna fyrirhugaðrar ferðaþjónustu. Gert er ráð fyrir að aðkoma að smáhýsum verði um nýjan aðkomuveg frá þjóðvegi nr. 851.
Samhliða kynningu á nýju deiliskipulagi verður kynnt tilaga að breytingu á aðalskipulagi Þingeyjasveitar 2010-2022 þar sem landnotkun verður breytt á hluta jarðarinnar úr landbúnaði í verslunar- og þjónustusvæði (ferðaþjónustusvæði).
Tillögurnar verða kynntar eins og 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 mæla fyrir um.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.
Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar