Deiliskipulag þéttbýliskjarna í Aðaldal

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar samþykkti þann 23. ágúst 2018 að að kynna tillögu að deiliskipulagi af þéttbýliskjarna í Aðaldal skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða fjórar lóðir fyrir parhús og ellefu lóðir fyrir einbýlishús við Víðigerði og þrjár iðnaðar- og athafnalóðir við Iðjugerði.

Skipulags- og byggingarfulltrúi verður með opið hús í Kjarna miðvikudaginn 19. september n.k. kl. 13:00 – 16:00 þar sem hann mun kynna tillöguna og forsendur hennar fyrir íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sem þess óska.  Tillagan verður einnig aðgengileg hér  á heimasíðu Þingeyjarsveitar frá og með  fimmtudeginum 13. september n.k. undir:  http://www.thingeyjarsveit.is/stjórnsýsla/skipulagsmál/deiliskipulag/skipulagstillögur í kynningu.

Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður.

 Bjarni Reykjalín,

skipulags- og byggingarfulltrúi