Efnistaka úr Kambsáreyrum og Skálarárskriðu - Framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 25. mars 2021 veitingu framkvæmdaleyfis vegna efnistöku Vegagerðarinnar úr Kambsáreyrum í landi Kambsstaða og Skálarárskriðu í landi Syðri-Leikskálaár. Fyrirhuguð efnistaka ætluð til viðhalds vega í Þingeyjarsveit og lagfæringa á Út-kinnavegi.

Framkvæmdaleyfin eru gefið út á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og í samræmi við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022.

Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfanna og forsendur þeirra er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

 

Atli Steinn Sveinbjörnsson

Skipulagsfulltrúi