Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar og forsvarsmenn Einbúavirkjunar ehf boða hér með til almenns kynningarfundar í Kiðagili mánudaginn 22. janúar n.k. kl. 16:30 þar sem kynntar verða hugmyndir að Einbúavirkjun í Bárðardal.
Virkjunarhugmyndirnar miðast við 9,8 MW rennslisvirkjun í Skjálfandafljóti þar sem nýtt yrði um 24 m fall í u.þ.b. 2,5 km löngum skurði sem grafinn yrði samsíða fljótinu við bæinn Kálfborgará og niður fyrir bæinn Einbúa. Framkvæmdin myndi flokkast í B-flokk framkvæmda skv. 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og yrði tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar vegna mats á umhverfisáhrifum.
Fulltrúar frá Einbúavirkjun ehf og Verkís verkfræðistofu munu kynna virkjunarhugmyndirnar og sitja fyrir svörum.
Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar og Einbúavirkjun ehf