Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 20. október 2016 að auglýsa skv. 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi og samsvarandi breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna fyrirhugaðrar Hólsvirkjunar, 5,5 MW vatnsaflsvirkjunar, sem Arctic Hydro ehf hyggst reisa í landi Ytra-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs í Fnjóskadal. Áformað er að virkja Hólsá og Gönguskarðsá ofan Garðsfells og leiða vatn í þrýstipípu að stöðvarhúsi við Fnjóská.
Fyrirhugað er að skilgreina í aðalskipulagi nýtt 36 ha iðnaðarsvæði fyrir vatnsaflsvirkjun, en svæðið er nú skilgreint sem landbúnaðarsvæði og óbyggt svæði. Alls sex ný efnistökusvæði eru skilgreind í aðalskipulagstillögunni í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir.
Tillögunum fylgir einnig umhverfisskýrsla sem er unnin skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.
Skipulagsstofnun úrskurðaði þann 27. febrúar 2017 að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000. Tillögurnar hafa verið uppfærðar þar sem komið hefur verið til móts við niðurstöðu umhverfismatsins.
Tillöguuppdrættir með greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með miðvikudeginum 4. júlí með athugasemdarfresti til og með miðvikudeginum 15. ágúst 2018. Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar:
https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/deiliskipulag/tillogur-i-auglysingu
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 15. ágúst 2018. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim samþykkir.
Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður
Bjarni Reykjalín
skipulags- og byggingarfulltrúi
bjarni@thingeyjarsveit.is
Hér að neðan má sjá tillöguuppdrættina.
Aðalskipulag - tillaga að breytingu
Deiliskipulag - uppdráttur
Deiliskipulag - greinagerð