Viltu búa í Þingeyjarsveit? – Lausar lóðir

Þingeyjarsveit auglýsir lausar lóðir til byggingar íbúðarhúsnæðis á Melgötu við Stórutjarnir, Víðigerði í Aðaldal og Lautavegi á Laugum.

Víðigerði er í 15 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík, grunnskóli, leikskóli og bókasafn eru í göngufæri.

Melgata við Stórutjarnir er í 20 mínútna aksturfjarlægð frá Akureyri, grunnskóli, leikskóli, sundlaug og bókasafn eru í göngufæri.

Lautavegur syðst í byggðakjarnanum á Laugum. Laugar eru í u.þ.b. 30 mínútna akstursfjarlægð frá Húsavík, Akureyri og Reykjahlíð í Mývatnssveit. Þar er ýmis þjónusta; leikskóli, Framhaldsskólinn á Laugum, sundlaug, verslun, veitingastaður, sparisjóður, bókasafn, snyrtistofa og hársnyrtistofa. Skólabíll er fyrir grunnskólabörn í Þingeyjarskóla í Aðaldal.

Á fundi sveitarstjórnar þann 20.maí 2021 var ákveðið að veita 75% afslátt af gatnagerðargjöldum út árið 2021 á lóðum við Melgötu, Víðigerði og Lautaveg. Gatnagerðargjaldið verður þó aldrei lægra en lágmarksgjald skv. a) lið 3.gr. samþykktar um gatnagerðargjald.

Lóðirnar sem um ræðir má sjá hér: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/lausar-lodir

Í Víðigerði verður lóðum úthlutað í hækkandi röð, svo næstu lóðir til úthlutunar eru einbýlishúsalóðir númer 3 og 5 og parhúsalóðir númer 4 og 6.

 

Allar nánari upplýsingar veitir byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar

Helga Sveinbjörnsdóttir
helga@thingeyjarsveit.is