Ráðning í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Þingeyjarsveitar.

Í júlí sl. var starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Þingeyjarsveitar auglýst til umsóknar með umsóknarfresti til og með 23. ágúst. Sjö umsóknir bárust um starfið, einn dró umsókn sína til baka. Ráðningaferlið var í umsjón Mögnum.

Á fundi sveitarstjórnar fyrr í dag var samþykkt að ráða Hörð Sigurðsson í starf slökkviliðsstjóra við Brunavarnir Þingeyjarsveitar.

Hörður hefur viðamikla þekkingu á sviði brunamála, hefur lokið námi eldvarnaeftirlitsmanns og starfað sem slíkur. Hörður hefur lokið fjölmörgum námskeiðum fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, hann hefur víðtæka reynslu bæði sem slökkviliðsmaður og sem stjórnandi í atvinnuliði.

Sveitarstjórn býður Hörð velkominn til starfa fyrir Þingeyjarsveit.