Eyjardalsvirkjun - kynningarfundur

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar boðar hér með til almenns kynningarfundar í Kiðagili mánudaginn 14. janúar n.k. kl. 16:30 þar sem kynntar verða tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 og tillaga að nýju deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar Eyjardalsvirkjunar. Jafnframt verða kynntar forsendur tillagnanna og umhverfismat.  Kynningin er haldinn skv. ákvæðum 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Tillögurnar gera ráð fyrir að fyrirhuguð virkjun verði rennslisvirkjun án teljandi miðlunar. Virkjað fall um 180 m og virkjað rennsli um 500 l/s og uppsett afl 0,7 MW. Gert er ráð fyrir að inntaksstífla yrði á Eyjardal í um 350 m hæð yfir sjávarmáli og ofan hennar myndaðist allt að 1,0 ha inntakslón, að mestu í farvegi árinnar.  Inntakslón og efri hluti þrýstipípu yrðu ekki sýnileg frá þjóðvegi.  Stöðvarhúsið yrði í brekkurótum í landi Hlíðarenda sunnan Eyjardalsár.

Fulltrúar frá Eyjardalsvirkjun ehf. og Eflu verkfræðistofu munu kynna skipulagstillögurnar og sitja fyrir svörum. 

Tillögurnar verða aðgengilegar fyrir fundinn á heimasíðu Þingeyjarsveitar á eftirfarandi vefslóð:

https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagstillogur-i-kynningu

 

Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar