Ágætu sveitungar, gleðilegt nýár.
Nú er lokið upphafsálagningu fasteignagjalda hjá Þingeyjarsveit og einnig er búið að stofna kröfur vegna fyrstu greiðslu. Í ár verða álagningarseðlar og greiðsluseðlar ekki sendir út á pappír eins og lengi hefur tíðkast. Álagningarseðlarnir eru aðgengilegir á island.is eins og verið hefur ef menn skrá sig þar inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Greiðsluseðlarnir átta birtast í heimabanka greiðenda mánaðarlega fyrir hvern gjalddaga. Við getum líka sent seðlana sem PDF skjal í tölvupósti. Ef þess er óskað er best að hringja í síma 464-3322 eða senda okkur tölvupóst með beiðni þar um á netfang innheimtustjóra, sigrun@thingeyjarsveit.is
Skrifstofustjóri.