Félagsstarf 60 ára og eldri í Þingeyjarsveit

Stórutjarnaskóli - Þingeyjarskóli

Opin hús verða á þriðjudögum eins og verið hefur til skiptis í Stórutjarnaskóla og Þingeyjarskóla.

Fyrsta samvera í haust verður í Þingeyjarskóla 17. september.

Hádegismatur er í boði kl.12:30 í Stórutjarnaskóla (464 3222)

og kl.13 í Þingeyjarskóla (464 3583).

Þeir sem ætla að fá hádegismat þurfa að panta fyrir hádegi á mánudeginum fyrir samverustund.

Hádegismatur kostar 832 kr. á mann og verður innheimtur með greiðsluseðli á u.þ.b. 3 mánaða fresti.

Boccia hefst kl. 11:30 í Stórutjarnaskóla þegar samvera er þar.

Félagsstarfið er í boði fyrir 60 ára og eldri í Þingeyjarsveit og eru allir hvattir til að mæta.

Minnum á facebook síðu okkar sem heitir ,,Opið hús - samvera aldraðra í Þingeyjarsveit’’ en þar setjum við inn ýmsar upplýsingar.

Hlökkum til að sjá ykkur,

Hanna Magga og Svana