Kæru eldri borgarar í Þingeyjarsveit.
Nú er komið að því að hefja félagsstarf eldri borgara, Opið hús aftur eftir langt hlé. Í ljósi aðstæðna þá verður starfsemin með frábrugðnu sniði fram að áramótum vegna COVID-19. Staðan verður þó metin hverju sinni eftir því sem aðstæður breytast í samfélaginu.
Ekki verður boðið uppá heitan mat til að byrja með en þess í stað verður veglegt og gott kaffi.
Við munum halda okkur við þriðjudaga eins og verið hefur en starfsemin verður bundin við einn stað í stað þriggja en vegna sóttvarna er takmarkað aðgengi utanaðkomandi inn í grunnskólanna. Opið hús verður því aðeins haldið í Félagsheimilinu Breiðamýri fram til áramóta.
Ólína, Svana og Aníta munu sjá um félagsstarfið og bjóða uppá ýmislegt efni til skemmtunar og fróðleiks en beðið verður með að grípa í spil út frá sóttvarnarsjónarmiðum.
Gætt verður að sóttvörnum, tekið verður mið að fjarlægðarmörkum við uppröðun borða og spritt og einnota hanskar verða á staðnum.
Við byrjum þriðjudaginn 29. september kl. 13:30 og eftir það verður Opið hús alla þriðjudaga á sama tíma til og með 8. desember.
Njótum samverunnar og verið velkomin!
Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri