Kæra lýðveldið okkar er hvorki meira né minna en 80 ára í ár!
Af því tilefni bjóða Kvenfélag Mývatnssveitar, Ungmennafélagið Efling og Þingeyjarsveit til Fjölskylduhátíðar í Þingeyjarsveit. Afmælisnefndin hefur sett saman skemmtilega helgardagskrá sem endar með hátíðarhöldunum sjálfum á 17. júní. Við hvetjum íbúa til að fjölmenna á viðburðina og hafa gaman saman - þetta verður hátíð til að muna eftir!
11:00 Andlitsmálning - Börn geta fengið andlitsmálningu fyrir skrúðgönguna við Íþróttahúsið á Laugum.
12:00 Skrúðganga - Gengið frá íþróttahúsinu niður á íþróttavöllinn.
12:15 Hátíðardagskrá hefst á vellinum;
Þingeyskir kórar syngja saman.
Ávarp fjallkonunnar.
Menningarverðlaun Þingeyjarsveitar 2024.
Villi Vísindamaður tryllir lýðinn með spennandi tilraunum, glensi og gríni!
13:00 – 15:00 Skemmtidagskrá;
Markaðstorg – Hægt að kaupa ljúffengar veitingar og afurðir frá
sveitungum í sölutjaldinu.
Listasmiðja – láttu ljós þitt skína og málaðu steina með Aðalbjörgu.
Hestar – börnum er boðið á hestbak.
Sápupartý – sápurennibraut og sápubolti.
ATH! Hafa með aukaföt, sundföt og handklæði.
10:00-16:00 Sundlaugin opin og aðgangur ókeypis. Upplagt að skola af sér sápuna og enda daginn í sundi!
Persónulega safnið á Einarsstöðum og Byggðasafnið á Grenjaðarstað eru opin þann 17. júní. Á Grenjaðarstað eru gestir hvattir til að mæta í þjóðbúning og þiggja kaffi og kleinur í boði hússins.
Við þökkum afmælisnefndinni fyrir alla þá miklu vinnu sem hún hefur unnið upp á síðkastið! Nefndina í ár skipa Aðalbjörg Birgisdóttir, Aðalbjörn Jóhannsson, Valgerður Jósefsdóttir, Gunnhildur Hinriksdóttir, Anna Dagbjört Andrésdóttir og Myrra Leifsdóttir.