Sjö sóttu um starf forstöðumanns íþróttamannvirkja, sundlaugar og íþróttahúss á Laugum, þau Arkadiusz Babinski, Birgitta Eva Hallsdóttir, Hjördís Sverrisdóttir, Hrannar Guðmundsson, Magnús Már Þorvaldsson, Marteinn Gunnarsson og Þórir Már Einarsson.
Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Magnús Má Þorvaldsson. Magnús hefur víðtæka menntun og langa starfsreynslu hjá sveitarfélögum, m.a. í íþrótta- og æskulýðsmálum og sem yfirmaður íþróttamannvirkja.
Við bjóðum Magnús velkominn.