Frábær mæting á Bárðarbungu-fund
Þingeyjarsveit vill koma á framfæri innilegu þakklæti til Verðurstofu Íslands, Almannavarna og þeirra íbúa sem mættu á íbúafund í gær 9. apríl í Ýdölum eða horfðu á í streymi. Fundurinn var haldinn vegna aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu og mögulegs eldgoss af þeim sökum og er mikilvægur þáttur í upplýsingamiðlun sveitarfélagsins til íbúa svæðisins.
Á fundinum var farið yfir stöðu mála í Bárðarbungu, mögulegum sviðsmyndum eldgoss og viðbragðsáætlunum. Sérstaklega var rætt um áhrif mögulegra flóða í Skjálfandafljóti sem myndu fylgja eldgosi undir jökli í norðanverðri Bárðarbungu. Fulltrúar frá Almannavörnum, Veðurstofu Íslands, lögreglu og Þingeyjarsveit komu að fundinum og svöruðu fyrirspurnum íbúa.
Það var ánægjulegt að sjá hve margir mættu og tóku virkan þátt í umræðum. Slík þátttaka er ómetanleg í sameiginlegu verkefni okkar að tryggja öryggi íbúa og góða upplýsingamiðlun í samfélaginu.
Hér má nálgast upptöku af fundinum: https://www.youtube.com/watch?v=WS-ptRjS_hA
Hér eru upplýsingar sem farið var yfir á fundinum: Veðurstofa Íslands - Hermun jökulhlaupa í Skjálfandafljóti
Hér má einnig sjá nokkrar fréttir vegna fundarins;
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/09/gridarstor_flod_i_verstu_svidsmyndinni/
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir/30762/b0j8hj/undirbuningur-fyrir-eldgos-og-flod