Fara í efni

Framkvæmdaleyfi fyrir borun við Suðurhlíðar í Kröflu

Samkvæmt 4. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst útgáfa framkvæmdaleyfis vegna borunar vinnsluholu til virkjunar jarðvarma á núverandi borteig KJ-16 við Suðurhlíðar við Kröflu í Þingeyjarsveit.

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur þann 27. mars 2025 samþykkt veitingu framkvæmdaleyfis til Landsvirkjunar til að hefja borun vinnsluholu borteig KJ-16 og gildir framkvæmdaleyfið í ár frá útgáfudegi.

Framkvæmdaleyfið er í samræmi við aðalskipulag Skútustaðahrepps og byggir á deiliskipulagi Kröfluvirkjunar sem birt var í B-deild stjórnartíðinda þann 3. júní 2014.

Upplýsingar um framkvæmdina má nálgast í skipulagsgátt mál nr. 476/2025.

Skv. 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er heimilt að kæra ákvörðun sveitarstjórnar um veitingu framkvæmdaleyfisins til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá því að auglýsingu um útgáfu framkvæmdaleyfisins birtist í Lögbirtingablaði, skv. 4. gr. l. 130/2011. Nánari upplýsingar um hvernig kæru er fram komið má finna á heimasíðunni www.uua.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar

Getum við bætt efni þessarar síðu?