Á næstu dögum mun RARIK endurnýja hluta lagna sinna innan þorpsins í Reykjahlíð. RARIK mun reyna að flýta framkvæmdum eins og framast er unnt. Lagnaleiðina má sjá á meðfylgjandi mynd merkta með rauðu striki. Þá verður verktaki á vegum Mílu einnig á svæðinu að leggja ljósleiðara. Reynt verður eftir fremsta megni að lágmarka rask sem ætti að vera af þessum framkvæmdum og vonum við að það komi sér ekki illa fyrir íbúa eða aðra sem leið eiga um svæðið.