Framtíð atvinnulífs í Þingeyjarsveit

Sveitarfélagið Þingeyjarsveit býður fulltrúum atvinnulífsins til fundar til að ræða framtíðarsýn sveitarfélagsins. Þessi fundur er liður í stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins og er vettvangur til að mynda tengsl, deila hugmyndum og ræða mögulegar áherslur til næstu ára.

Fundurinn verður rafrænn og verður leiddur af fulltrúum frá ARCUR ráðgjöf sem er sveitarfélaginu innan handar í þeirri stefnumótun sem stendur yfir. Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn sem verður 12. júní, kl. 10:00 – 11:30. Skráðir þátttakendur fá sent fundarboð degi fyrir fundinn.

Á fundinum verður sérstaklega fjallað um:

• Þarfir og tækifæri atvinnulífsins í Þingeyjarsveit.

• Samspil atvinnulífs og stefnumótunar sveitarfélagsins.

• Áherslur í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

 

Við hvetjum alla fulltrúa atvinnulífsins til að mæta og taka virkan þátt í umræðunum. Nauðsynlegt er að skrá sig til þess að fá fundarhlekk sendan í tölvupósti.

Skráning á fundinn fer fram HÉR.