Goðafoss og umhverfi - deiliskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 16. maí 2024 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Goðafoss og umhverfis í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Markmið breytingarinnar er að skapa örugga reiðvegatengingu frá gömlu brúnni vestan við Skjálfandafljót og upp með bökkum árinnar vestan megin sem skarast ekki á við ferðir almennings og ferðafólks á svæðinu.

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eða vilja gera athugasemdir er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna á auglýsingatíma sem er til 10. júlí 2024. Tillagan er aðgengileg í skipulagsgátt, mál nr. 290/2024 og skal athugasemdum skilað í gegnum gáttina.

Smelltu hér til að komast inn á skipulagsgáttina.

Skipulagsfulltrúi Þingeyjarsveitar