Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 26. september 2024 deiliskipulag Hofstaða í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er 29 ha en á síðustu árum hafa komið í ljós fleiri fornminjar á svæðinu en áður voru þekktar. Markmiðið er að skapa heildstætt minjasvæði sem nær utan um minjar í og við heimatún Hofsstaða og stuðla að verndun þeirra og varðveislu auk þess að gera þær aðgengilegar.
Breytingar voru gerðar á skipulaginu eftir auglýsingu til að koma til móts við athugasemd Veiðifélags Laxár- og Krákár. Breytingin fólst í nánari skilgreiningu á vegslóðum vegna aðkomu að Laxá.
Deiliskipulagið hefur verið sent til Skipulagsstofnunar til yfirferðar skv. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga og mun taka gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Við gildistöku skipulagsins mun eldra deiliskipulag svæðisins falla úr gildi.
Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins.
Skipulagsfulltrúi.