Hólasandslína 3 - Framkvæmdaleyfi

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar hefur samþykkt veitingu framkvæmdaleyfis vegna Hólasandslínu 3, 220 kV háspennulínu innan Þingeyjarsveitar.

Framkvæmdaleyfið er gefið út á grundvelli mats á umhverfisáhrifum og framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Þingeyjarsveitar 2010-2022, sbr. breytingu aðalskipulags sem samþykkt var af sveitarstjórn, dags. 28. maí 2020.

Matsskýrslu framkvæmdarinnar ásamt viðaukum, umsögnum sérfræðinga og álit Skipulagsstofnunnar um mat á umhverfisáhrifum frá 19. september 2020 er að finna á eftirfarandi vefslóð:

https://www.skipulag.is/umhverfismat-framkvaemda/gagnagrunnur-umhverfismats/alit-skipulagsstofnunar/nr/922#alit

 

Skilyrði Skipulagsstofnunar og Þingeyjarsveitar fyrir leyfisveitingu:

Í áliti frá Skipulagsstofnun dags. 19. september 2020 koma fram þau skilyrði sem Skipulagsstofnun. Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar tekur undir þau skilyrði sem þar koma fram og setur fram nauðsynlegar mótvægisaðgerðir í greinargerð meðfylgjandi framkvæmdaleyfinu.

Nánari upplýsingar um útgáfu framkvæmdaleyfis og forsendur þess er að finna á heimasíðu sveitarfélagsins: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/skipulagsauglysingar

Vakin er athygli á því að niðurstaða sveitarstjórnar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar.

 

Guðjón Vésteinsson

Skipulagsfulltrúi