Arctic Hydro hefur undanfarið unnið að undirbúningi Hólsvirkjunar í Fnjóskadal. Um er að ræða nýja 5,5 MW vatnsaflsvirkjun í landi Ytra-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs.
Niðurstöður frummatsskýrslu umhverfismats Hólsvirkjunar verða kynntar á opnum kynningarfundi þann 24. janúar 2018 kl. 20 í sal Stórutjarnaskóla.
Frummatsskýrsla er birt til kynningar á heimasíðu verkfræðistofunnar EFLU, www.efla.is, og heimasíðu Skipulagsstofnunar, www.skipulag.is. Allir hafa rétt til að kynna sér framkvæmdina og leggja fram athugasemdir. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 16. febrúar 2018 til Skipulagsstofnunar bréfleiðis eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is.