Vakin er athygli á því að þann 1. janúar 2017 munu ný lög um húsnæðisbætur taka gildi og Greiðslustofa húsnæðisbóta tekur við því hlutverki að greiða húsnæðisbætur fyrir landið allt. Sveitarfélögin munu því um næstu áramót hætta greiðslu húsaleigubóta.
Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þetta sem fyrst.
Þjónustuskrifstofan er staðsett á Sauðárkróki og var opnað fyrir umsóknir þann 21. nóvember.
Allar nánari upplýsingar eru inná www.husbot.is