Eins og flestir vita hafa kettir sérstakan áhuga á því að veiða fugla, enda er það þeirra eðli. Nú er viðkvæmur tími fyrir fugla þar sem varptími er hafinn og ungar fara að klekjast út. Það er því sérstök ástæða til að hvetja kattaeigendur til að gæta katta sinna meðan á þessum viðkvæma tíma stendur. Þetta má gera með mörgum leiðum s.s. hengja bjöllur á þá, setja kraga, gefa þeim nóg, takmarka útivistartíma við dagsbirtu ofl.
Við sem búum í slíkri náttúru og lífríkisperlu sem Þingeyjarsveit er, ættum að gæta þess sérstaklega vel að heimilisdýrin okkar raski sem minnst öðrum íbúum sveitarinnar, hvort sem þeir íbúar eru menn eða önnur dýr. Um leið er vert að minna á samþykkt okkar um hunda- og kattahald í Þingeyjarsveit en hana má nálgast hér.