Frá og með 1. janúar 2023 verður óheimilt að urða lífrænan úrgang. Á sama tíma kemur til framkvæmda breyting á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, sem felur í sér að innheimta fyrir meðhöndlun úrgangs skuli vera sem næst raunkostnaði niður á hvern aðila. Enn á eftir að útfæra lausn á þeim áskorunum sem fylgja þessum reglugerðarbreytingum en ein möguleg lausn er jarðgerð lífrænna hráefna heima fyrir.
Skútustaðahreppur hóf í maí 2021 tilraunaverkefni með jarðgerð lífræns hráefnis með loftfirrtri aðgerð, svokallaðri Bokashi aðferð sem hefur reynst vel. Þeir sem hafa áhuga á að kaupa sett geta pantað eitt slíkt og sótt það á skrifstofu Þingeyjarsveitar á 12.600 kr.
Nafn og kennitölu skal senda á atli@skutustadahreppur.is og mun greiðsluseðill verða sendur í heimabanka.