Þingeyjarsveit hefur tekið í gagnið kortasjá sem almenningur hefur aðgang að í gegnum slóðina www.map.is/thing eða af heimasíðu sveitarfélagsins. (Sjá mynd neðst í frétt)
Sveitarfélagið er ánægt að geta boðið íbúum sínum upp á aðgang að góðum loftmyndum af sveitarfélaginu en auk þeirra er kortasjáin tengd hinum ýmsu kortasjám stofnanna. Í valstiku kortsins er hægt að skoða gögn frá Vegagerðinni, Minjastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skipulagsstofnun, Þjóðskrá o.fl.
Einnig er hægt að skoða teikningar af byggingum í sveitarfélaginu sem hafa verið skannaðar í kortasjánni.
Vonandi verðið þið, íbúar, jafn ánægð með þessa viðbót við þjónustu sveitarfélagsins og við sem höfum verið að koma þessu í gagnið.
Ef spurningar vakna eða þið viljið koma ábendingum á framfæri um eitthvað sem betur mætti fara, hafið samband við byggingarfulltrúa, Helgu, í tölvupósti á netfangið helga@thingeyjarsveit.is