Staðsetning kynningarfundar vegna Hólasandslínu 3 sem var auglýstur í Hlaupastelpunni fyrir jól er í:
Seiglu, Laugum þriðjudaginn 7.janúar klukkan 16.30.
Eftirfarandi auglýsing er sú sem birtist fyrir jól:
Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar boðar hér með til almenns kynningarfundar þriðjudaginn 7. janúar n.k. kl. 16:30 þar sem kynnt verður tillaga að aðalskipulagsbreytingu vegna Hólasandslínu 3.
Ráðgert er að Hólasandslína 3 verði lögð innan sveitarinnar sem loftlína - að mestu samhliða núverandi Kröflulínu 1, sem er í megindráttum í samræmi við gildandi aðalskipulag Þingeyjarsveitar.
Í aðalvalkosti Landsnets, sem lagður er fram í matsskýrslu víkur lega línunnar frá gildandi aðalskipulagi á þremur stöðum, í Bíldsárskarði, Fnjóskadal og Laxárdal. Einnig eru skilgreind tuttugu ný efnistökusvæði.
Kynnt verður tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 forsendur hennar og umhverfismat. Kynningin er haldinn skv. ákvæðum 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fulltrúar frá Landsneti munu kynna fyrirhugaða breytingar á línulegu og sitja fyrir svörum.
Staðsetning kynningarfundarins verður auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins eftir áramót.
Skipulags- og umhverfisnefnd Þingeyjarsveitar