Þingeyjarskóli í Þingeyjarsveit auglýsir eftirfarandi stöður lausar til umsóknar:
Stöðu leikskólakennara
Stöðu íþróttakennara
Við leitum að kennurum sem:
• Hafa kennaramenntun og leyfisbréf á viðkomandi skólastigi
• Treysta sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
• Eru lausnamiðaðir
• Eru sveigjanlegir og með góða samskiptahæfni
• Eru sjálfstæðir í vinnubrögðum og sýna/búa yfir frumkvæði
• Hafa metnað til að takast á við ný og spennandi verkefni
• Vilja taka þátt í samstarfi og teymisvinnu
• Bera virðingu fyrir börnum og hafa áhuga á að starfa með þeim
Þingeyjarskóli er samrekinn leik-, grunn- og tónlistarskóli með rétt um 100 nemendur. Þar af tæplega 30 leikskólanemendur á tveimur starfsstöðvum. Áhersla er lögð á teymisvinnu og fjölbreytta kennsluhætti innan skólans sem og að skapa leik- og námsumhverfi sem auðgar bernsku barna og örvar þroska þeirra. Þingeyjarskóli hefur hafið innleiðingu á agastefnunni Jákvæður agi. Rík tónlistarhefð er við skólann.
Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskiptum, stundvísi og hreint sakavottorð.
Möguleiki er á húsnæði á staðnum.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Stöðurnar eru lausar frá og með 1. ágúst 2019
Umsóknarfrestur er til 10. maí 2019
Umsóknir skulu sendast á netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Rúnar Pálsson skólastjóri í vs 4643580 /8990702 eða í gegnum netfangið johannrunar@thingeyjarskoli.is