Gefnar hafa verið út leiðbeiningar vegna gangna og rétta vegna COVID-19 hættustigs almannavarna. Leiðbeiningarnar voru unnar í samstarfi almannavarna, sóttvarnalæknis, Landsamtaka sauðfjárbænda, Bændasamtaka Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórn telst vera stjórn fjallskilaumdæmis og ber ábyrgð á framkvæmd gangna og rétta og ber að tryggja að reglum um sóttvarnir sé fylgt. Leiðbeiningarnar eru almennar leiðbeiningar um framkvæmd á göngum og réttum og getur sveitarstjórn gefið út frekari leiðbeiningar ef þurfa þykir. Takmörkun á fjölda einstaklinga sem koma saman eiga við um réttir og því er mælst til þess að gestir komi ekki til réttarstarfa svo hægt sé að tryggja að við réttarstörf séu ekki fleiri en 100 manns.
Lykilatriði, nú sem alltaf, er að hver og einn ber ábyrgð á eigin athöfnum og að „Við erum öll almannavarnir“.
Göngur og réttir – Leiðbeiningar í COVID-19 hættuástandi.
Nánari upplýsingar veitir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda (unnsteinn@bondi.is / 899 4042)
(Sótt á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga 19.08.2020)