Fara í efni

Maður er manns gaman

Þann 13. apríl 2025 fór fram ljósmyndasýning í Skjólbrekku.
Sýndar voru ljósmyndir úr ljósmyndasafni séra Arnar Friðrikssonar. Snorri Guðjón Sigurðsson hérðasskjalastjóri tók myndirnar saman og Sigurður Guðni Böðvarsson stjórnaði sýningunni. Um það bil 70 manns mættu á viðburðinn og það sköpuðust líflegar umræður og sögur um myndirnar sem birtust á skjánum. Kvenfélag Mývatnssveitar stóð fyrir sölu á vöfflum og kaffi í hléinu fyrir gesti.
 
Þetta var fyrsti viðburður af nokkrum í verkefninu ,,Maður er manns gaman” sem miðast að því að koma fólki saman með viðburðarhaldi í Skjólbrekku og er í stjórn Önnu Dagbjartar Andrésdóttur. Maður er manns gaman er styrkt af Heilsueflandi samfélags verkefni Þingeyjarsveitar.
 
Til hamingju Anna Dagbjört með áhugaverðan og skemmtilegan viðburð! 
 
Við hvetjum íbúa til að fylgjast með næstu viðburðum í viðburðardagatali Þingeyjarsveitar hér á heimasíðunni.

 

Hér má sjá myndir frá viðburðinum.

Getum við bætt efni þessarar síðu?