Fulltrúar K lista í sveitarstjórn og Gerður Sigtryggsdóttir oddviti og Knútur Emil Jónasson varaoddviti á E lista undirrituðu á sveitarstjórnarfundi þann 27. júní samning um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn. Samningurinn byggir á málefnasamningi sem sveitarstjórn samþykkti í október síðastliðnum.
Samkomulagið er svohljóðandi;
„Fulltrúar K-lista í sveitarstjórn, Jóna Björg Hlöðversdóttir, Ragnhildur Hólm Sigurðardóttir, Árni Pétur Hilmarsson og Arnór Benónýsson, og sveitarstjórnarfulltrúar E lista, Gerður Sigtryggsdóttir og Knútur Emil Jónasson gera með sér samstarfsamning um formlegt meirihlutasamstarf í sveitarstjórn sem byggir á málefnasamningi þeirra sem staðfestur var í sveitarstjórn þann 26.október sl.
Nýr meirihluti leggur áherslu á að vinna sveitarfélaginu í heild sinni til heilla og halda áfram þeirri vegferð að byggja upp gott samfélag. Ítarlegri samstarfssamningur og stefnuskrá verður kynnt á fyrsta fundi sveitarstjórnar eftir sumarfrí. "