Fara í efni

Nýr starfsmaður hjá Þingeyjarsveit

Í dag, mánudaginn 4. mars hóf Hermann Pétursson störf sem umjónarmaður hjá sveitarfélaginu. Um er að ræða tímabundna ráðningu fram á haust. Hermann hefur starfað á gámavelli sveitarfélagsins og mun gera það áfram ásamt því að hafa umsjón með ýmsum verkefnum á vegum sveitarfélagsins. Um er að ræða umsjón með snjómokstri, sorpmálum, girðingaeftirliti, áhaldahúsi, veitum, eignum og tækjum, framkvæmdum o.fl. Hermann er boðinn velkominn til starfa.

Sveitarstjóri

Getum við bætt efni þessarar síðu?