Reykjahlíðarskóli auglýsir lausa stöðu matráðs.
Matráður óskast í Reykjahlíðarskóla í Mývatnssveit í 80-100% starf.
Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur eru samreknir skólar með um 66 nemendur og 24 starfsmenn.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er kostur.
• Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Hæfni í mannlegum samskipum og frumkvæði í starfi.
• Stundvísi og áreiðanleiki.
Helstu verkefni
• Matreiðsla fyrir nemendur og starfsfólk
• Gerð mánaðarlegs matseðils
• Utanumhald á lager og pöntunum á matvörum
• Frágangur og þrif
• Stýring á störfum aðstoðar í eldhúsi
Nánari upplýsingar veitir Hjördís Albertsdóttir skólastjóri í síma 464-4375 eða í gegnum netfangið hjordis@reykjahlidarskoli.is
Umsóknarfrestur er til 12. mars 2025 og eru áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, hvattir til að sækja um.
Umsóknir skulu berast til skólastjóra á netfangið hjordis@reykjahlidaskoli.is