Samkvæmt reglugerð 723/2017 skal slökkviliðsstjóri gefa út eftirlitsáætlun ársins þar sem gerð er grein fyrir því hvaða mannvirki, lóðir og starfsemi í viðkomandi sveitarfélagi munu sæta eldvarnaeftirliti það árið.
Árið 2018 mun eldvarnaeftirlit Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar skoða eftirtalin mannvirki og eða starfsemi:
Alla skóla og félagsheimili á vegum sveitarfélaganna.
Öll gistiheimili og hótel með fleiri en 10 gesti.
Stærra húsnæði (yfir 1000 fm) sem ekki fellur undir fyrri liði.
Söfn og kirkjur auk smærri fyrirtækja (einn til tveir starfsmenn)
Samtals gerir þetta um 160 staðir.
Ef eiganda og eða forsvarsmanni fyrirtækis er ekki ljóst hvort skoðun muni fara fram þetta árið er viðkomandi velkomið að hafa samband við slökkviliðsstjóra.
Bjarni Höskuldsson slökkviliðsstjóri
Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar
Kjarni 650 Laugar
Sími 4643322/8660025