Skógar í Fnjóskadal. Breyting á deiliskipulagi

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 27. júní 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Skóga í Fnjóskadal í Þingeyjarsveit skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.  Helstu breytingar frá gildandi deiliskipulagi eru eftirfarandi:

  • Byggingarreitir eru stækkaðir verulega til að auðvelda aðlögun að landi.
  • Gerðar eru óverulegar breytingar á lóðarstærðum til að þær falli betur að landi.
  • Skilgreindar eru þrjár nýjar íbúðarhúsalóðir í suðurjaðri svæðisins skv. heimild í Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022.
  • Hámarks grunnflötur allra bygginga á skipulagssvæðinu verður 140 m² en á lóðum 5-9 við Skógarhlíð var hámarks grunnflötur 90 m².
  • Skilgreint er nýtt gámasvæði til sorplosunar vestan þjóðvegar fyrir allt skipulagssvæðið

Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð munu liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með miðvikudeginum 18. júlí 2018 með athugasemdarfresti til og með miðvikudeginum 29. ágúst 2018.  Þá eru upplýsingar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar HÉRÞeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.  Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 29. ágúst 2018.  Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið:  bjarni@thingeyjarsveit.is.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests teljast henni samþykkir.

Deiliakipullagsuppdráttur
Deiliskipulagsgreinagerð (Gildandi deilisakipulag)

Bjarni Reykjalín,
skipulags- og byggingarfulltrúi Þingeyjarsveitar.