Fara í efni

Skólasetning Þingeyjarskóla

Skólasetning Þingeyjarskóla verður með óhefðbundnum hætti að þessu sinni. Munum setja skólann með rafrænum hætti næstkomandi föstudag, með þeirri undantekningu að nemendur 1. bekkjar ásamt forráðamönnum þeirra koma í einstaklingsviðtöl/skólaboðun fimmtudag 20.08.20 og föstudag 21.08.20. Einnig eru nýir nemendur við skólann og forráðamenn þeirra boðaðir í viðtöl þessa daga. Skóli hefst síðan skv. stundaskrá mánudaginn 24. ágúst. Umsjónakennarar munu senda frekari upplýsingapóst á forráðamenn nemenda. Í ljósi aðstæðna og tilmæla yfirvalda vegan COVID-19 munum við reyna að takmarka sem mest gestakomur inn í skólann. Þurfi foreldrar/forráðamenn að koma í skólann eru þeir vinsamlegast beðnir um að gera boð á undan sér og fara eftir þeim umgengnisreglum sem gilda um sóttvarnir almennt. Reynum að notast sem mest við fjarskiptatækin okkar til að vera í sambandi.

Með von um ánægjulegt samstarf á komandi skólaári.

Skólastjóri Þingeyjarskóla

Getum við bætt efni þessarar síðu?