Stórutjarnaskóla var slitið við hátíðlega athöfn í gær, mánudaginn 31. maí þar sem skólastjórahjónin, Ólafur Arngrímsson og Torfhildur Guðrún Sigurðardóttir voru kvödd með virktum.
Ólafur mun láta af störfum þann 1. ágúst nk. en hann hefur starfað sem skólastjóri við Stórutjarnaskóla s.l. 28 ár. Torfhildur mun láta af störfum nú í vor en hún hefur gengt starfi deildarstjóra leikskóladeildar s.l. 26 ár.
Arnór Benónýsson, oddviti þakkaði þeim hjónum fyrir tryggð og góð störf í þágu skólans og færði þeim gjöf frá samstarfsfólki og sveitarstjórn.