Skráning er hafin í vinnuskólann sumarið 2020

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskóla Þingeyjarsveitar í sumar. Vinnuskólinn er fyrir 14-17 ára ungmenni fædd árin 2003, 2004, 2005 og 2006, þ.e. fyrir 8. til 10. bekk og fyrsta árs nemendur í framhaldsskóla. 

Skráning er rafræn og fer fram hér og mikilvægt að fylla út alla reiti í skráningarforminu.

Skráningu líkur föstudaginn 29. maí nk.

Í vinnuskólanum eru unnin ýmiss störf utandyra sem snúa að umhirðu og garðyrkju á opnum svæðum sveitarfélagsins. Einnig verða störf er snúa að umsjón með leikjanámskeiðum í samstarf við ungmennafélögin.

 

Vinnutími og launakjör

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 8. júní til 15. ágúst frá kl. 8:15 til 12:15. Mögulega verður boðið uppá lengri vinnutíma fyrir 17 ára.

14 ára, nemendur úr 8. bekk.

Laun: 799 kr. á tímann með orlofi.

15 ára, nemendur úr 9. bekk.

Laun: 987 kr. á tímann með orlofi.

16 ára, nemendur úr 10. bekk.

Laun: 2.204 kr. á tímann með orlofi.

17 ára, nemendur úr 1. bekk framhaldsskóla.

Laun: 2.204 kr. á tímann með orlofi.

Nánari upplýsingar veitir Hermann Pétursson umsjónarmaður í síma: 858 3322, einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið hermann@thingeyjarsveit.is