Starf húsvarðar á Ýdölum og við Þingeyjarskóla laust til umsóknar

Húsvörður á Ýdölum og við Þingeyjarskóla

Staða húsvarðar við félagsheimilið á Ýdölum og við Þingeyjarskóla er laus til umsóknar, um er að ræða 100% starf frá og með 1. nóvember n.k.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegt eftirlit með skólabyggingum og félagsheimili
  • Ábyrgð á daglegri húsvörslu og umsjón með notkun húsanna
  • Minni viðhaldsverkefni og smáviðgerðir ásamt umhirðu lóða
  • Umsjón, eftirlit og vöktun kerfa, loftræstikerfa, öryggiskerfa og annan þann tækjabúnað sem viðkemur daglegum rekstri húsanna
  • Önnur tilfallandi störf

Hæfniskröfur:

  • Góð þjónustulund og samskiptahæfni
  • Almenn tækjakunnátta
  • Frumkvæði og skipuleg vinnubrögð
  • Iðnmenntun sem nýtist í starfi æskileg
  • Reynsla af umsjón fasteigna kostur

Í umsókn skal fylgja upplýsingar um menntun, fyrri störf, meðmælendur og annað sem umsækjandi vill taka fram. Allar nánari upplýsingar veita sveitarstjóri í síma 464 3322 og skólastjóri í síma 464 3580.

Umsókn skal senda á Þingeyjarsveit Kjarna, 650 Laugar eða á netfangið dagbjort@thingeyjarsveit.is Umsóknarfrestur er til 15. október  n.k. 

Sveitarstjóri