Starfsmaður gámavallar í Þingeyjarsveit
15.02.2017
Þingeyjarsveit leitar að drífandi og jákvæðum starfmanni til að starfa á nýjum gámavelli sveitarfélagsins að Stórutjörnum. Starfið felst í móttöku úrgangs ásamt öðrum tilfallandi störfum á gámavelli. Um er að ræða 30% starf.
Gámavöllur Þingeyjarsveitar var tekin í notkun á haustdögum 2016 og þjónar öllu sveitarfélaginu.
Starfssvið
- Móttaka á úrgangi
- Mæling á farmi sem komið er með
- Eftirfylgni með flokkun á gámavelli
- Eftirlit á gámavelli
Menntun
- Vinnuvélapróf æskilegt
Hæfniskröfur
- Drífandi og jákvæðni í starfi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum skilyrði
- Hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar.
Nánari upplýsingar veitir Jónas Halldór Friðriksson í síma 866-8843 eða í gegnum netfangið jonas@thingeyjarsveit.is